HAGSÆLD EHF.

Þann 1. janúar 2016 hóf Hagsæld ehf. rekstur, útfrá sameiningu Virkar ehf. og Forsvar ehf. Hagsæld ehf. býður upp á bókhaldsþjónustu, alhliða viðskiptaþjónustu, símsvörunarþjónustu og ýmsa aðra þjónustu.

Samstarfsaðilar okkar eru KPMG og Lögmenn Kópavogi.

Skrifstofa Hagsældar er til húsa að Höfðabraut 6 á Hvammstanga, efstu hæð.

STARFSFÓLK

ALDÍS OLGA J.

LÖGFRÆÐINGUR

Aldís er lögfræðingur með B.S. próf í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og M.L. gráðu í lögfræði frá sama skóla. Meðfram náminu tók hún að sér að aðstoða við kennslu á Bifröst (m.a. í skattarétti), sá um bókhald fyrir lítið fyrirtæki og aðstoðaði við gerð álitsgerðar á sviði félagaréttar fyrir dómsmálaráðuneytið. Hún starfaði hjá eftirlitssviði ríkisskattstjóra í tæplega fjögur ár og hefur því reynslu á sviði skattamála.

ELÍN R. LÍNDAL

FRAMKVÆMDARSTJÓRI

Elín er með Diploma í rekstrar- og viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og Diploma í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún hefur unnið við rekstur fyrirtækja um áratuga skeið. Elín kom til starfa hjá Forsvar ehf. sem markaðsstjóri 2002 og síðan framkvæmdastjóri frá 2007, ásamt  því að færa bókald, reikna laun og hafa alhliða umsjón með fyrirtækjum viðskiptavina.

ÓMAR E.

VIÐURKENNDUR BÓKARI

Ómar er viðurkenndur bókari og stundar jafnframt nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Ómar hóf störf hjá Hagsæld árið 2016.